Hafna ráðherra sínum

Punktar

Skoðanakönnun Fréttablaðsins segir nærri helming sjálfstæðismanna vilja afsögn Hönnu Birnu. Sú tala skiptir öllu máli og segir okkur, að ráðherradagar hennar séu taldir. Haldi hún áfram að engjast í snörunni, færist vandinn hratt yfir á Bjarna Benediktsson. Hann hefur hingað til veitt henni skjól. Ég hélt flokkinn hafa fundið sinn botn í 24% fylgi. Nú getur botninn farið neðar, í 13%. Væri frábært, það er sanngjörn stærð. Ofurlygar Hönnu Birnu eru svo linnulausar og ljósar, að gróið flokksfólk sér siðblinduna. Tímaspursmál er, hvenær þjáning flokks og formanns verður óbærileg. Og tjón flokksins ekki lengur bætanlegt.