Mér til skelfingar heyrði ég stundum í bókstafstrúarfólki á Omega. Furðulegt er, að fólk reyni að túlka þýðingar á þýðingum á eldri þýðingum á helgiritum sem eins konar guðsorð. Þetta fólk verður hvarvetna hættulegt, þegar það kemst til valda. Sem betur fer hafa vesturlönd afkristnast nægilega til að hafna bókstafstrú, nema helzt Bandaríkin. Öðru vísi er farið um ríki múslima og gyðinga. Í mismiklum mæli eru trúarbrögð hornsteinn slíkra ríkja, með ákaflega skaðlegum afleiðingum. Einkum leiðir þetta til valdshyggju og valdbeitingar. Slík ríki eru gefin fyrir ofbeldi og stríð að undirlagi bókstafstrúarfólks.