Í gamla daga fórum við í bankann og afgreiddum okkar mál með bankastarfsfólki. Kostaði auðvitað vinnu starfsfólks. Nú sitjum við heima og afgreiðum okkar mál gegnum tölvu. Kostar enga vinnu starfsfólks og sparar bankanum nokkurn pening. Eðlilegt framhald væri, að nýju samskiptin leiddu til verðlækkunar á þjónustu. En slíkt dettur bankastjórum aldrei í hug. Aldrei. Banksterar fara bara hina leiðina og hækka verð þjónustunnar hjá þeim, sem enn nota gamla mátann. Þannig sparar bankinn á annan veginn og krækir í aukatekjur á hinn veginn. Banksterar hafa auðvitað samráð um samsærið, þannig eru banka-„viðskipti“ á Íslandi í dag.