Stjórn Almannavarna á umferð á Norðausturlandi lyktar af forræðishyggju. Fólki er meinað að aka um Jökuldalsheiði og Kverkfjallaslóð austan við allt afrennsli Dyngjujökuls. Töluvert ímyndunarafl þarf til að telja hættu vera á þeim slóðum. Líklegt er, að margir vildu skreppa þá leið í von um að geta barið gosið augum. Einnig er lokað frá Suðurárbotnum til Mývatns, þótt það sé enn fíflalegri lokun að baki voldugra fjallgarða. Kannski eru þarna að verki litlir karlar að spila smákónga, þekkt fyrirbæri í valdapíramídum. Betra væri, að þeir kynnu á kort og hæðarlínur. Misráðið er að vera með meinsemi í garð forvitinna og ferðafólks.