Þótt Íslendingar kunni ýmislegt fyrir sér í bókmenntum, listum og íþróttum, eru þeir analfabetar í pólitík. Þetta hefur ég margtuggið í blogginu. Enn hefur ein staðfesting bætzt við. Sjálfstæðisflokkurinn eykur fylgið, þegar ljóst er, að Hanna Birna hefur leikið lausum hala. Ferlin eru hér önnur en í lýðræðisríkjum. Hún segir ekki af sér og formaðurinn er mállaus. Samt eykur flokkurinn fylgið, kominn í 31%. Hefði átt að finna sinn botn í 20% fylgi. En vegir kjósenda eru órannsakanlegir. Unga fólkið, sem enn á framtíð fyrir sér, á að nýta sér mikla eftirspurn í Noregi. Og gott aðgengi að vinnu í Evrópu. Flýið meðan þið getið.