Hluti sjálfsblekkingar þéttingarsinna borgarskipulags er draumurinn um litlar íbúðir fyrir fátækt fólk í miðbænum. Lóðareigendur og verktakar telja þeim trú um, að þar sé fólgin framtíð mannlífs. Veruleikinn er annar. Tilgangur flestra þessara steypukastala er að fá hótelíbúðir til að leigja útlendingum fyrir 100.000 krónur á nóttina. Fátækir námsmenn keppa ekki við það. Þétting byggðar með steypukössum smáíbúða er bara misnotaður draumur einfeldninga. Úr draumnum verður síðan martröð, þegar gengið er á græn svæði. Til að þjónusta gróðafíkn lóðareigenda og verktaka, hornstein trúarofsa og spillingar í borgarskipulagi.