Vitgrannir ákafamenn

Fjölmiðlun

Efast um, að Hallgrímur Thorsteinsson hafi skilið stöðuna rétt. Að taka mark á Sigurði G. Guðjónssyni er of háll ís til að skauta á. Vinnubrögðin við yfirtöku voru ekki traustvekjandi og stuðuðu starfsmenn ritstjórnar. Hallgrímur átti að vita þetta. Hann er ágætlega menntaður í faginu og hefur langa reynslu. En nú situr hann í súpu Sigurðar og fær vart hnikað blaðamönnum. Reyndar er hann vel látinn, en er ekki maður erfiðra ákvarðana; hóflega hægri sinnaður, en mun ekki láta það flæjast fyrir sér. Yfirtökur eru kannski auðveldar í viðskiptalífinu, en alls ekki í fjölmiðlun. Svona fer, þegar vitgrannir ákafamenn halda annað.