Hrunið þúsund-ára-ríki

Punktar

Hafandi verið heimsveldi í tvöþúsund ár hrundi Istanbul í heimsstyrjöldinni fyrri. Eins og fjölþjóðlegt heimsveldi Vínar hrundi á sama tíma. Öldum saman var Istanbul fjölþjóðleg. Í upphafi tuttugustu aldar voru fleiri íbúar mælandi á aðrar tungur en tyrknesku. Grikkir og Ítalir, Armenar og Gyðingar, Spánverjar og Persar, Kúrdar og Egyptar. Með hruni ottómana hrundi fjölþjóðin. Istanbul varð tyrknesk, þótt Kemal Ataturk bannaði fez og slæður, setti inn latínuletur í stað arabísks. Þegar fjölþjóðin hvarf, hvarf framtak og þekking. Heimsborgin glæsilega varð að þriðja heims fátækrahverfi, þar sem aukinn trúarofsi nærist.