Kæra hver annan

Punktar

Harkan í þjóðfélaginu er slík, að einn embættismaður kærir úrskurði annars. Í stað diplómatíu er kominn legalismi, sem eitrar samfélagið. Til dæmis rukkar Lánasjóður námsmanna erfingja manns, sem fyrir áratugum skrifaði upp á víxil. Sú rukkun er geðveiki. Vegamálastjóri er annar, ólíkur fyrirrennurum sínum, sem beittu diplómatíu í erfiðu hlutverki. Sá núverandi kann enga mannasiði, ræðst af hörku á þjóðargersemina Ómar Ragnarsson. Kærir Skipulagsstjóra fyrir óþægan úrskurð um Teigaskóg. Áður voru slík smámál leyst friðsamlega. En embættismenn nútímans kunna ekki mannleg samskipti og geggjast upp af gráðugum lagatæknum.