Helzta trúarjátning markaðsbúskapar er, að innan samstæðu megi ekki vera annað og lægra verð en á opnum markaði. Sjálfstæðis og Framsókn höfðu engan áhuga á þessu, þegar þeir leystu Mjólkursamsöluna undan áþján frelsisins. Hef enga trú á, að Einar Sigurðsson verði dæmdur fyrir fólsku. Hann er á undanþágu með sína Mjólkursamsölu. Má haga sér eins og honum þóknast, eins og Sigurjón Pétursson í bankanum. Páll Pálsson í Samkeppniseftirlitinu verður hins vegar skorinn niður við trog eins og Sérstakur. Það er gangur lífsins í gerspilltum helmingaskiptum stjórnarflokkanna. Í hugarheimi bófa er einokun ofar öllu, æðri en samkeppni.