IceSave gekk aftur, þótt margoft hafi verið reynt að kveða það niður og lýst hafi verið yfir andláti þess. Lifir enn góðu lífi í 230 milljarða skuld nýja Landsbankans við hinn gamla. Seðlabankinn veitir ekki undanþágu til yfirfærslu gjaldeyris. Mundi kollvarpa gjaldeyrisbúskapnum. Stafar af, að ekki var samið um IceSave, heldur var málinu hleypt fyrir dómstól, er skildi þennan þátt eftir óleystan. Eignarhald pappíranna er komið í hendur hrægamma, sem vilja græða á bixinu. Fyrir bragðið er allt í baklás. Gjaldeyrishöftin blífa endalaust. Þau stórhækka vexti á lánum okkar erlendis og gera erlenda fjármögnun mjög erfiða.