Háskóli í biblíusögum

Punktar

Þegar guðfræðiprófessor pönkast á útvarpinu út af biblíulestri, vekur það upp furðu mína á guðfræðideild háskólans. Það er raunar ekki guðfræðideild, heldur súpergaggó í biblíusögum. Þar eru verðandi klerkum kenndar biblíusögur. Sumar hverjar eru heldur ókræsilegar, einkum úr gamla testamentinu. Skil ekki, hvaða erindi gamla testamentið á í samfélag, sem er komið meira en tvær aldir fram yfir byltingu veraldlegra sjónarmiða í Frakklandi og Bandaríkjunum. Í guðfræði ætti að kenna um ýmis trúarbrögð. Taka til dæmis Bókina um veginn fram yfir gamla testamentið. Varla er verkefni háskóla að kenna og túlka biblíusögur.