Loftárásir Bandaríkjanna og bandamanna á herstöðvar ofsatrúarmanna í Sýrlandi og Írak hafa engan árangur borið. Ekkert plan B virðist vera í hinni gamalkunnu stöðu: Bandaríkin sprengja þriðja heims ríki í tætlur og ná samt engum árangri. Þannig var það í Víetnam, þannig var það í Afganistan, þannig var það í Írak og þannig verður það í Sýrlandi. Bandaríkjamenn hafa aldrei skilið útlandið, segja bara: „Why do they hate us so much“. Utanríkismál eru þeim lokuð bók. Barack Obama segir þetta verða langt stríð, en hversu langt er langt stríð? Svo langt, að það taki engan enda og skilji bara eftir sviðna jörð? Reynslan segir það.