Hin sænska Cecilia Malmström skiptir nú um stól hjá Evrópusambandinu og verður kommissar viðskipta. Hún hefur lýst efasemdum um fyrirhugaðan samning, TISA, um uppgjöf Evrópu gagnvart ágengni risafyrirtækja. Vonandi tekst henni í tæka tíð að tempra þennan ógæfusamning, sem meðal annars felur í sér réttarstöðu þeirra til jafns við þjóðríki. Því miður er hún að draga í land. Fulltrúi Íslands í samningunum þarf að hvetja Malmström til að tempra málið. Utanríkisráðherra Íslands flýtur sofandi að feigðarósi. Sættir sig við að sjá samninginn, þegar hann er fæddur og orðinn óuppsegjanlegur. TISA er stærsti glæpur aldarinnar.