Þýzka hagkerfið byggist á, að þjóðarbókhald sé eins og heimilisbókhald. Til að eignast þurfi að spara. Engilsaxneska hagkerfið byggist hins vegar á, að unnt sé að reka þjóðarbókhald á töfrum. Til að eignast þurfi að eyða. Slík hagkerfi reikna árangur sinn í aukinni viðskiptaveltu og kalla hana hagvöxt. Ísland hefur löngum verið hallt undir engilsaxa og við höfum grátlega reynslu af því. Hér opnar ekki sá hagfræðingur kjaftinn, að hann tali ekki um hagvöxt. Alveg eins og það bæti hag þjóðarinnar, að einhver kaupi óþarfan Range Rover eða fái sér gullduft á spaghettið. En óskhyggjan heimtar, að unnt sé að galdra gróða.