Minni notkun frétta

Punktar

Fréttir eru eina efnið, sem ég fylgist með í útvarpi og sjónvarpi. Ekkert annað höfðar til mín, hvorki þættir né bíómyndir. Attenborough er sjaldséður og ekki sjást Brunetti eða Montalbano, ítölsku löggurnar mínar. Nú er helzt í fréttum, að áhorf á fréttir í sjónvarpi minnkaði hjá ríkinu niður í sama og á Stöð 2. Ég er ekki þáttur í þessari minnkun. Hlusta á fréttir í útvarpi í hádegi og finnst þær harla góðar. Horfi á fréttir í sjónvarpi að kvöldi af vana og finnst þær veigalitlar. En tölurnar segja sitt. Efnið, sem er forsenda almannaútvarps; fréttir, veður og opinberar tilkynningar, höfðar ekki lengur til þorra fólks.