360.000 í vasann

Punktar

Útborguð lágmarkslaun eftir skatta ættu að vera 360.000 krónur hér á landi. En eru langt innan við 200.000 krónur. Það stafar af, að rjómanum af þjóðartekjum er stungið undan. Hverfur í skapandi bókhaldi kvótagreifa og í kennitöluflakki. Dúkkar sumpart upp á Tortola. Siðblindur stórþjófar reka samfélagið. Meðsekir svindlinu eru kjósendur, sem færðu okkur pólitíkusana. Svo og stéttarfélögin, sem sitja með athafnaskáldum í spilavíti og grýta lífeyri okkar í allar áttir. Væri hér ekki spilling, mundu 360.000 krónur útborgaðar vera gerlegt lágmark. Þriðjungur af þessu færi í húsnæði, þriðjungur í mat og þriðjungur í annað.