Fyndnir endurskoðendur

Punktar

Deloitte hefur löngum vakið aðdáun manna. Ég man enn eftir yfirlýsingu þess eftir hrunið: „Deloitte er alþjóðlegt endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtæki og niðurstöður þess fást ekki keyptar.“ Einmitt. Ég held enginn missi svefn yfir nýjustu yfirlýsingu þessa fyrirtækis. Hún snýst um, að skjólstæðingar þess geti ekki borgað núverandi auðlindarentu. Var hún þó lækkuð svo mikið, að ríkið verður í staðinn að rústa Landspítalanum. Deloitte er ein af þessum skapandi endurskoðunarstofum, sem fá þær útkomur, sem bezt henta viðskiptavinum. Allar aðvörunarbjöllur hljóta að glymja í hvert sinn slík stofnun gefur yfirlýsingu. Eins og þá nýjustu: „Við mundum aldrei setja nafn okkar við einhvern áróður.“