Landstákn á villigötum

Punktar

Bókstafirnir IS geta valdið misskilningi. Varð fyrst var við það fyrir fimmtíu árum, þegar við hjónin vorum að aka um Alpana. Tókum eftir því, að bíll fylgdi okkur fast á eftir. Við stönzuðum á útsýnisstað og fólkið á hinum bílnum líka. Þá kom í ljós, að fólkið hélt, að IS á bílnum stæði fyrir Ísrael. Fólkið átti dóttur í hugsjónavinnu á samyrkjubúi í Ísrael og vildi endilega faðma okkur. Nú kemur í ljós, að fleira ruglar en Ísrael eitt. Komin eru til sögunnar samtök terrorista, sem heita ýmist ISIS eða IS. Komust yfir lénið .is og settu allt á annan endann hér í stjórnkerfinu. Kannski verðum við að endurskoða landstáknið.