Ómerkilegur Geir

Punktar

Geir var auðvitað ömurlegur forsætisráðherra. Hann var ómerkilegur pólitíkus, sem skrölti í blindni út í hrun. Þar á ofan var hann hallur undir forvera sinn og fór eftir tilskipunum hans. Örlagaríkt fyrir þjóðina eins og kunnugt er, fimmtán milljóna kostnaður á hvert heimili. Geir var dæmdur fyrir þátt sinn í hruninu, en þurfti ekki að sitja inni. Síðan verðlaunuðu flokksmenn hann með sendiherratign í Washington. Það er nöturleg útkoma, að geranda hrunsins skuli þannig vera hossað. Að vísu ætlaði Geir aldrei að gera neitt illt, nema bjarga gæludýrum Flokksins. En í hruninu fórust honum allar aðgerðir illa úr hendi.