Byggðastefna Reykjavíkur

Punktar

í Skagafirði og á Rangárvöllum óttast menn aukinn áhuga á að halda Landsmót hestamanna í Reykjavík. Reynslan sýnir, að þáttakendur eru ánægðir með borgina og telja léttara að sækja þjónustu og reka viðskipti í borginni en upp í sveit. Þegar jafnvel hestamennska sækir þannig til Reykjavíkur, má rifja upp kosti borgar. Flestum er auðveldara að fara til Reykjavíkur en til Skagafjarðar eða annarra gæludýra ráðherra á hverjum tíma. Byggðastofnun hrundi, þegar hún var flutt frá Reykjavík. Fiskistofa mun hrynja, þegar hún fer norður. Landflótti magnast og byggðastefna mun senn verða að felast í að bæta innviði Reykjavíkur.