Trúarbrögð sjónvarps

Fjölmiðlun

Fákænar trúarjátningar í sjónvarpsrekstri eru skýrðar með, að sjónvarp þurfi að höfða til ungs fólks. Það skrítna er samt, að eltingaleikur sjónvarps við meint áhugamál ungs fólks og unglinga skilar síminnkandi áhorfi allra ungra kynslóða. Meðalaldur áhorfenda hjá FOX er kominn upp í 68 ár. Eins nálægt grafarbakkanum og hægt er að komast í Bandaríkjunum. CNN eldist aðeins skár, meðalaldurinn þar er 59 ár. Ungt fólk horfir ekki á sjónvarp. Ekki einu sinni þótt áherzlan þar færist frá viðmælendum og viðfangsefnum yfir á sögumanninn sjálfan. Sjónvarpi hefur frá aldamótum verið stjórnað með síbylju innantómra trúarjátninga.