Héraðsdómarar hafa sennilega verið gráti næst, er Sigurjón Þ. Árnason lýsti ofsóknum kerfisins gegn fátækum „fjölskyldumanni“. Ekki er gaman að þurfa að hafa lagatækni á tugmilljóna launum við að verjast „ofurvaldi“ ríkisins. Enda var Sigurjón sýknaður af ýmiss konar kærum um 13,6 milljarða umboðssvik. Meira að segja er til umræðu, að umboðssvik séu lögleg hér á eina staðnum í heiminum. Rétt eins og kennitöluflakk sé löglegt hér á eina staðnum í heiminum. Já það er svona, þegar dómarar kafa djúpt ofan í réttlætið. Það varðar líka mann í hvítri skyrtu, sem hefur varla ráð á að kaupa sér hálfa snúða. Réttlætið blómstrar.