Dómstólar virðast telja umboðssvik og kennitöluflakk hvort tveggja vera löglega iðju. Legalismi þeirra stingur í stúf við vestræna dómvenju. Mér sýnist engu réttlæti verða komið fram hér innanlands í hinum ýmsu hrunmálum. Eina leiðin til réttlætis er að kæra innlenda dóma til erlendra fjölþjóðadómstóla. Reynslan sýnir, að þar finnst margvíslegt réttlæti, sem ekki finnst hér heima. Frábært er, að ein af þremur stoðum lýðræðis, dómsvaldið, er ekki algerlega á herðum fábjána. Réttlæti á Íslandi hefur ætíð helzt komið að utan og svo er einnig í hrunmálum. Við skulum ekki enn örvænta, þótt saksóknarar fari ýmsar fýluferðir.