Enn tapar ríkið og Hæstiréttur meiðyrðamáli fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu í Strasbourg. Íslenzkir meiðyrðadómar eru nánast undantekningarlaust ómerktir úti í Evrópu. Í annað sinn vinnur Erla Hlynsdóttir þar mál. Fyrir nokkrum árum var ómerktur dómur gegn henni fyrir meiðyrði um Strawberries. Nú er ómerktur dómur gegn henni fyrir meiðyrði um eiginkonu Guðmundar í Byrginu. Hæstiréttur verður að fara að hugsa sinn gang, þegar dómar hans verða sífellt til athlægis. Hér er ekki dæmt eftir stjórnarskrá, sáttmálum og ætlun löggjafans, heldur eftir afar sérstæðri túlkun orða í lögum, svokölluðum legalisma. Nú er nóg komið af honum.