Rangir hæstaréttardómar

Punktar

Ísland undirritar fjölþjóðlega samninga og setur síðan lög til staðfestingar. Svo tekur Hæstiréttur ekkert mark á neinu þessu, því hann telur sér trú um, að orðalag nýju laganna sé annað en í fjölþjóðlegu reglunum. Hann tekur ekki mark á vilja löggjafans, heldur býr sér til sérstæðar orðskýringar. Þetta kallast legalismi og virðist vera arfleifð frá valdaárum Sigurðar Líndal, prófessors í lögfræði. Á endanum hafnar svo mannréttindadómstóllinn í Strasbourg íslenzkum hæstaréttardómum, svo sem dæmin sanna. Hæstiréttur verður sér þar ítrekað til skammar. Kominn er tími til, að dómarar fari að átta sig á fánýti legalismans.

(Legalism = strict adherence to the letter rather than the spirit of law)