Til eru þrjár einfaldar leiðir til að hindra hrun Landspítalans. Hver ein nægir út fyrir sig. Kaupa má listann yfir rúmlega hundrað Íslendinga, sem geyma þýfi sitt í skattaskjólum. Hirða má þýfið, það eitt nægir. Ná má aftur í peningana, sem ríkisstjórnin gaf kvótagreifum með lækkun auðlindarentu. Hirða má þýfið, það eitt nægir. Ná má aftur í peningana, sem ríkisstjórnin gaf hinum ofsaríku með afnámi auðlegðarskatts. Hirða má þýfið, það eitt nægir. Og væri allt þrennt gert í senn, mætti leysa fleira en heilbrigðismálin. Koma mætti velferðarkerfi okkar að nýju í gang. Stöðva mætti kreppuna í menntakerfinu. Og borga skuldir.