Þrír undirbúa Gúttóslag

Punktar

Nýr flötur er kominn upp í hríðskotamálinu. Héraðslögreglustjórar segjast ekki hafa beðið um vopnin og pólitíkusar þykjast ekkert vita. Böndin berast að þrem mönnum, forstjóra Landhelgisgæzlunnar, ríkislögreglustjóra og yfirlögregluþjóni hans. Þeir hafa leynilega sankað að sér 370 hríðskotabyssum, sem eru langt umfram ímyndaða þörf. Líklega eru þetta hugsjónamenn, sem vilja vera viðbúnir nýjum Gúttóslag, þegar ríkisstjórnin keyrir um þverbak. Í því felast tækifæri. Þegar Jón Bjartmarz sigar hvítliðum á almenning, verður einhver drepinn. Þá rís dagfarsprúð þjóðin upp í réttlátri ofsareiði. Veltir oki bófanna af herðum sér.