Eðlilegt er, að spurt sé, hvort til siðs sé hjá kerfinu að svíkja undirritaða samninga. Landhelgisgæzlan segist ekki ætla að borga. Næsta mál er að upplýsa, hver undirritaði samninginn við norska herinn um 250 hríðskotabyssur. Einhver hlýtur að bera ábyrgð. Og hver stjórnar því að greiða ekki samþykktar skuldir. Einnig er eðlilegt, að spurt sé, hvort ekki sé farsælast að segja strax satt um svona mál. Frekar en, að hver aðili ljúgi á ýmsa vegu, hver í kross við hina. Er mönnum svona eðlislægt að ljúga fremur en að hugsa? Er í lagi að segja fúla fyndni í stað þess að svara eðlilegum spurningum? Enginn almannatengill þarna?