Þau undur og stórmerki hafa gerzt í Bretlandi, að drjúgur meirihluti kjósenda styður aðild að Evrópusambandinu. Hefur ekki gerzt í aldarfjórðung. Sagt er, að fólk sé orðið þreytt á landsins mesta lýðskrumara, Nigel Farage. Flokkur hans fær þó enn góðan byr í aukakosningum. Þar í landi vegast á tvö gagnstæð atriði. Annars vegar verða kjósendur hræddir, þegar farið er að tala í fullri alvöru um úrsögn úr Evrópu. Hins vegar óttast þeir samt og hata útlendinga. En kenna ekki Evrópusambandinu um vandann, þótt það standi vörð um opin landamæri í Evrópu. Hagsmunir og fordómar vegast þarna á. Og þá verður margt skrítið í kýrhausnum.