Biskup án staðreynda

Punktar

Það er rangt hjá biskupnum yfir Íslandi, að lögreglan „þurfi“ hríðskotabyssur. Hún hefur ekkert fyrir sér í því. Þvert á móti fækkar ofbeldisglæpum á Íslandi.  Engin merki eru um, að búast megi við byssubardögum við glæpaflokka næstu árin. Glæpir koma að ofan í samfélaginu, ekki að neðan. Biskupinn hefur bara látið lögguna ljúga því að sér. Hún sagðist einnig hafa tilhneigingu til að treysta fólki, unz annað komi í ljós. Þannig hugsaði ég einu sinni, en það er því miður liðin tíð. Vantreysta ber valdamönnum, unz annað kemur í ljós. Mér sýnist, að skrifstofa Ríkislögreglustjóra sé skipað rugluðum og ofbeldishneigðum stjórum.