Sætt er blandað súru

Punktar

Ísland er að mestu gott. Landið er fagurt og frítt og hestarnir ánægjulegir. Veðrið er nógu gott til að leggja sig í grasinu, þar eru ekki snákar. Vandinn við landið eru svo Íslendingarnir. Um þá má segja langa sorgarsögu. Í stuttu máli er hér mikið um innræktað undirmálsfólk. Hér komast menn í æðstu stöðum upp með að tala eins og fávitar. Hér segir forsætisráðherrann tóman þvætting og forsetinn leitar vina í Rússlandi, Kína og á Arabíuskaga. Hér eru bófaflokkar við völd. Og þrælalýðurinn lætur yfir sig ganga, að auðlindirnar séu ruplaðar í þágu fárra. Verst er drýldni afdala- og útnesjakarla, blásin upp af þjóðrembu.