Þegar hundrað gestir hafa sagt frá reynslu sinni af matstað, geturðu örugglega tekið mark á niðurstöðunni. Getur það strax og umsagnirnar eru orðnar fimmtíu. En þú átt ekki að bera saman Friðrik V, Sægreifann, Eld og ís og Svarta kaffið. Þú berð eina ísbúð saman við slíkar, einn hamborgarastað við slíka, einn fínan stað við slíka. Þeir, sem segja frá reynslunni, hafa nefnilega misjafnan smekk. Sumir sækjast eftir ísbúðum eða bakaríum eða kaffistofum, skyndibitastöðum eða fínum veizlusölum. Þú verður að vita, hvað þú sjálfur vilt, til að hafa gagn. Þannig kemur gæðalisti TripAdvisor um veitingar í Reykjavík að góðum notum.