STASI-skýrslan okkar

Punktar

Skýrsla Geirs Jóns yfirlögreglu um búsáhaldabyltinguna er honum og löggunni til skammar. Vænisjúkt plag, þar sem allir eru taldir stórhættulegir, sem Geir Jón skilur ekki, einnig vandamenn þeirra. Andi fasismans svífur þarna yfir vötnum. Á köflum er einfeldnin beinlínis brosleg. Samt verður að taka hana alvarlega, því að ríkislögreglustjóri safnar morðvopnum til að vígbúa hvítliða. Allt hið illa er í einum graut í kolli Geirs Jóns, anarkistar, píratar, vinstri grænir, vítisenglar. Þetta plagg er vel fallið til að spilla áliti fólks á löggunni. Handarbakavinnubrögðin við dreifingu þess eru svo dæmigerða STASI-heimskan.