Þola ekki markaðsbúskap

Punktar

Koma mætti öllum vanda Íslendinga í lag, væri aðgangur að auðlindum leigður á markaðsverði. Auðlindarenta á markaðsverði í sjávarútvegi og raforku mundi auka tekjur þjóðarinnar um tugi milljarða á hverju ári. JÓN STEINSSON, hagfræðingur við Columbia-háskóla í New York, áætlar, að markaðsverð auki auðlindarentu um 70 milljarða á hverju ári. Og þá er ekki enn farið að tala um markaðsverð á auðlindarentu ferðaþjónustu og auðlegðarskatt á helztu stórþjófana. Í veginum standa fyrst og fremst Framsókn og Sjálfstæðis, sem ekki þolir markaðsbúskap. En auðlindabófar hafa einnig umboðsmenn í öllum öðrum flokkum á alþingi.