Ég hef enga trú á, að Íslendingar geti komið stjórnmálunum í lag. Jafnvel þótt Fylkisflokkurinn hafi rækilega bent á muninn á skynsömum Noregi og útúrdópuðu Íslandi. Margir fávitar deyja úr elli, en það gerist hægt. Grunnur fáfræðinnar og liðshyggjurnar er breiður. Sjálfstæðisflokkurinn fer ekki niður fyrir 25% fylgi og Framsókn ekki niður fyrir 10% fylgi. Komist þeir í vanda með glæpina, kalla þeir bara Bjarta framtíð inn í meirihlutann. Ég sé ekki, að komið verði eðlilegri auðlindarentu á útgerð og stóriðju og auðlegðarskatti á ræningjana. Auðlindirnar verða áfram gagnslausar blóðmjólkaðri þjóð. Flýið, þið sem getið.