Georg Láruson segir talsmann norska hersins misminna, að Landhelgisgæzlan hafi óskað leyndar um samninginn um hríðskotabyssur. Forstjóri gæzlunnar hafði áður sagt talsmanninn fara rangt með önnur atriði. Meint misminni talsmannsins er skriflegt í svari norska hersins við fyrirspurn fjölmiðla um leynd. Hann segir líka, að samningurinn sé ekki leyndarmál, þótt Georg forstjóri segi hann vera Nató-leyndarmál. Gaman verður, er hinn staffírugi forstjóri sníkir næst vopn. Viðbrögð norska hersins verða töluvert kuldalegri eftir allt sem Georg hefur opinberlega borið upp á hann. Það kostar glás að flýja úr einni lygi í aðra.