Sökudólgarnir: Skúringakerlingar

Punktar

Ríkisstjórnin hefur fundið, hvað var að í kerfinu. Hvers vegna var svo erfitt að fá kassann til að stemma um áramót. Þetta voru margir áður búnir að fatta í sínum fyrirtækjum. Í öllum tilvikum eru hrun og kreppur skúringakerlingum að kenna. Þær soga til sín þúsundkalla, sem betur ættu heima hjá fjölþjóðlegum fyrirtækjum, sem kunna að halda niðri launum. Í hverju fyrirtækinu á fætur öðru losa framsýnir stjórnendur sig við helvítis kerlingarnar. Og nú hafa Sigmundur og Bjarni fengið sömu hugljómun. Ráku átján skúringakerlingar úr ráðuneytunum. Því má búast við betri tíð með blóm í haga hjá hallalausum ríkissjóði næstu ár.