Þegar Ögmundur stjórnaði

Punktar

Þegar landhelgisstjórinn og ríkislögreglustjórinn svitna í sjónvarpinu á efri vör, minnist ég Ögmundar Jónassonar sem innanríkisráðherra. Hann vissi vel af þessum rugludöllum og vopnasmyglurum í ráðherratíð sinni og amaðist ekki við þeim. Varði jafnvel Harald Johannessen og endurréð hann, þegar tími hans rann út. Það er nefnilega ekki nóg að hafa heiðarlega ráðherra, ef þeir taka ítrekað rangan pól í hæðina. Eða hugsa svo reikult, að þeir geta bara aldrei komizt að niðurstöðu. Ögmundur er dæmi um, hvernig hægt er að klúðra mikilvægu embætti á brýnum tíma í Íslandssögunni. Fleiri hafa verið óhæfir en núverandi ráðherrar.