Þorvaldur Gylfason telur, að pólitíkusar hafi slæm áhrif á gerð stjórnarskrár. Þeir séu nefnilega flestir oftast með sérhagsmuni fremur en almannahagsmuni í huga. Reynslan sýnir, að það er rétt. En önnur stétt á ekki heldur að koma að gerð stjórnarskrár. Það eru lagatæknar, allra sízt þeir, sem hanga í legalisma. Stjórnarskrá er sáttmáli þjóðar um þjóðfélag, sem hún vill hafa. Þar á meðal um réttlæti og þjóðareign, sem prófessorar að hætti Njálu skilja ekki. Dómarar eiga að skilja lög út frá stjórnarskrá og vilja löggjafans. Hafna undarlegum orðskýringum, hafna legalisma að hætti Njálu. Legalismi rústar öllu réttlæti.