Um frábæra bók

Punktar

Ég styð flugvöllinn í Reykjavík, en er andvígur því, að braut 06/24 sé kölluð neyðarbraut. Um það var skemmtileg umræða á fésbókarvegg mínum, varla dólgsleg. Niðurstaðan var: Hvergi í handbók Flugmálastjórnar um Reykjavíkurflugvöll er minnst á slíkt hlutverk hinnar mjög svo stuttu og nánast ónotuðu brautar. Nú á ég við merkari vanda stríða. Þarf að gefa tvær bækur út á land. Aðra til manns, sem ég hef grunaðan um Framsókn, þótt hann vilji ekki játa það frekar en aðrir. Er ekki einboðið, að senda honum eða jafnvel báðum einhverja öndvegisbók Einars Kárasonar? Væri ekki „Þetta eru asnar, Guðjón“ alveg kjörin jólagjöf ársins?