Heimsmetið opinberað

Punktar

Mest af heimsmeti í skuldaleiðréttingu forsendubrests fer til fátækra banka. Ríkisstjórnin tekur peninga af skattgreiðendum og greiðir með þeim fjölbreytta vexti, vaxtavexti, dráttarvexti og verðbætur, sem bankarnir sakna. Síðar ætlar stjórnin að ná peningunum til baka með bankaskatti. Þá er hringrásinni lokið. Sem betur fer er upphæðin í húfi komin úr 300 milljörðum „eða meira“ niður í 20 milljarða á ári í fjögur ár. Hrægammarnir ógurlegu reynast vera skattgreiðendur og fórnardýr forsendubrests reynast vera fátækir bankar. Allir, sem vettlingi geta valdið, geta því farið á Austurvöll í dag klukkan fimm að fagna heimsmeti.