Pólitískt harakiri

Punktar

Forsætisráðherra framdi pólitískt harakiri í Kastljósinu í gærkvöldi. Sigmar var vel undirbúinn og vissi mun meira um málið en Sigmundur Davíð. Trúðurinn gat fáu svarað, jafnvel ekki einföldum spurningum. Varð bara reiður að venju, vantaði bara að hann fjallaði um loftárásir. Það er undankomuleiðin, sem hann þekkir. Hafði röflað um heimsmet og upprisu, en situr svo sem undirmálsmaður fyrir allra augum. Almannatenglar hefðu átt að segja honum, hvernig hann skyldi höndla spurningu um forgangsröð Landspítala. En hann stóð bara á gati. Líklega of heimskur til að geta búið sig undir kastljós utan hins verndaða umhverfis.