Ríkisstjórnin lætur sumt fólk hafa dálítið af peningum til að borga bönkunum. Peningana tekur það af skattgreiðendum. Segir um leið, að síðar muni bankarnir vera látnir endurgreiða skattgreiðendum peningana. Tekjur sínar fá bankarnir svo með því að láta viðskiptamenn bankanna borga. Viðskiptamenn bankanna eru skattgreiðendur. Hringekja galdramannsins heldur áfram að snúast. Þetta er flókin aðferð við að skera rófu af hundi og gefa honum rófuna að éta. Sumir eru ánægðir eins og gengur. Í leiðinni græðir ríkið á hækkuðum matarskatti og tekur þar til baka gróða hinna heppnu af „leiðréttingunni“. Þannig virkar Framsókn.