Flokkurinn er þjóðin

Punktar

Sjálfstæðisflokkurinn lítur á flokksmenn sem þjóðina. Þegar Geir Haarde biðst afsökunar, biður hann flokkinn afsökunar, ekki þjóðina. Þegar Gísli Freyr biðst afsökunar, biður hann ráðherrann og samstarfsfólkið afsökunar. Ekki fórnardýr sín og allra sízt þjóðina. Þegar Hanna Birna keyrir í klessu, ber hún vandann undir þingflokkinn, sem segir laggo. Allar athafnir flokksins í þessari stjórn eru í þágu auðsins og flokksins, ekki fólksins. Er flokkurinn hannar réttlæti, er það réttlæti fyrir flokksmenn. Skilar sér vel í stjórn með Framsókn. Svo frávita eru kjósendur hans, að þeir ímynda sér allt annað, sem enginn skilur.