Gísli Freyr bað ekki fórnardýrið afsökunar á slúðri og lygi. Bað ekki blaðamenn DV afsökunar, þótt þeir sæti ofsóknum fyrir dómstólum. Bað ekki afsökunar Rauða krossinn, skúringakerlingar, ráðuneytisstjórann og aðra þá, sem liðsmenn hans bentu á sem líklega skúrka. Bað ekki umboðsmann alþingis og ríkissaksóknara afsökunar, þótt þeir væru sagðir í skipulögðu samsæri með stjórnarandstöðunni. Allra sízt bað hann Stefán Eiríksson lögreglustjóra afsökunar, þótt sá fórnaði starfinu í örvæntingu. Allt í kringum Gísla Frey er vítavert blóðbað, en hann biður bara ráðherra og samsærisfólk sitt afsökunar. Allt hitt eru bara óvinir.