Í kynningu á heimsmetinu á alþingi í gær, sagðist Sigmundur Davíð hlakka til umræðu um réttlætismálið. Næsti, Helgi Hjörvar, var að byrja, þegar Sigmundur hljóp út og sást ekki meir. Hann þolir alls ekki mótlæti og verður fárveikur, þegar veruleikanum er brugðið upp. Þá er ekkert annað í stöðunni en að flýja undir sæng. Umræðu um hið fagra heimsmet var frestað til næsta dags. Þannig er líf forsætisráðherra fremur skrykkjótt. Dögum saman er hann týndur. Svo stígur hann fram til að dásama heimsmetin. Helgi Hjörvar þarf svo bara að standa upp til að Sigmundur Davíð umhverfist í ofsa um loftárásir og lætur sig svo hverfa.