Týndi milliliðurinn

Punktar

Á BLOGGINU í dag ræðir Brynjar Níelsson þingmaður misræmi í skoðunum sínum á ráðherraábyrgð Hönnu Birnu. Þetta er stutt grein, enda hefur Brynjar það fram yfir marga aðra að láta ekki vaða á súðum. Í fyrri hlutanum staðfestir Brynjar fyrri skoðanir um afsögn ráðherra. Í síðari hlutanum segist hann treysta Hönnu Birnu og virðist vilja verja hana vantrausti. Hann sé þó enn sömu skoðunar og áður. Þarna vantar millilið (missing link). Vonandi finnst þessi milliliður í síðari röksemdum. Þróunarkenning Darwins þótti ekki sönnuð fyrr en „missing link“ fannst. Ekki er alltaf nóg að skrifa stuttaralega til að mál skiljist.