Harmleikur heimsmetsins

Punktar

Vel er gert hjá Bjarna Ben, Katrínu Jakobs og Árna Páli að sýna fram á harmleik heimsmetsins. Þau sóttu öll um „leiðréttingu“. Ekkert sýnir betur, að með henni er verið að gefa peninga, sem fólk þarf ekki. Þetta er aðgerð, sem umfram aðrar hentar efri millistéttum, sem skulda mikið, en eru ekki á flæðiskeri. Eins og allar gerðir ríkisstjórnarinnar miðar heimsmetið að aukinni stéttaskiptingu. Við sáum það strax í lækkun auðlindarentu og afnámi auðlegðarskatts. Við sjáum það núna í vísvitandi niðurrifi Landspítalans og lækkun framlaga til hvers kyns velferðar. Leiðréttingin er eitt skref af mörgum í átt frá þjóðfélagi mannúðar.