Flagga trúarsetningum

Punktar

Fáir eiga jafn erfitt með að verja rangan málstað og þrengingarfólk skipulags Reykjavíkur. Slagorð þess styðjast ekki við raunvísindi, bara við draumóra kennara í skipulagsspeki. Í forsendum er ekki tekið tillit til óska íbúa, sem fyrir eru á þrengdum svæðum. Útsýni, bílastæði og andrými er hrifsað af íbúum svæðis og selt bröskurum og verktökum. Við þrengingu umferðaræða er ekki tekið tillit til aukinnar mengunar og aukins benzíns við hverja stöðvun, sem búin er til. Í stað viðstöðulausrar umferðar koma umferðarljós og slys. Þegar þetta er gagnrýnt, ver þrengingarfólk sig með marklausum möntrum úr draumórabæklingum.